current_id:5622

Haustfundur hjá 1. – 7. bekk í Grundaskóla

12. september, 2017

Í gær var margt um manninn í Grundaskóla en þá fjölmenntu foreldrar á haustfund skólans fyrir yngsta og miðstig. Fullt var út úr húsi og góður andi í fólki. Gott samstarf heimilis og skóla er ómetanlegt eins og fjölmörg dæmi sýna og það er mikilvægt fyrir starfsmenn að finna fyrir áhuga og stuðningi skólasamfélagsins. Í sameiningu sköpum við frábæran skóla. 
Áfram Grundaskóli