current_id:5621

Öruggasta leiðin í skólann

11. september, 2017

Á föstudaginn, var 1. bekkur í samstarfi við 9. bekk um öruggustu leiðina í skólann. Hvert barn í 1. bekk fékk fylgd með unglingi að heimili sínu og saman fundu þau öruggustu leiðina í skólann. 
Þegar þau komu til baka í skólann teiknuðu þau í sameiningu þá leið sem farin var. Þetta er frábært verkefni þar sem einn ávinningur yngstu barnanna er að kynnast eldri nemendum betur auk þess að ræða saman um umferðina.