current_id:5620

Haustfundur hjá 1. – 7. bekk

7. september, 2017

Haustfundir fyrir 1.-7. bekk verða mánudaginn 11. september kl.18:00.

Byrjað verður á fyrirlestri í sal skólans þar sem Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi munu koma og segja frá verkefni sem byggir á aðferðum þeirra og er fyrirhugað fyrir yngsta- og miðstig skólaárið 2017-2018. Fyrirlestrarnir byggja á bókum Hugarfrelsis og fjalla um áhrifaríkar aðferðir til að bæta líkamlega og andlega líðan í leik og starfi.

Að fyrirlestri loknum munu umsjónarkennarar hitta foreldra í bekkjarstofum barnanna.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja,
Umsjónarkennarar í 1.-7.bekk