Fjölbreyttar kennsluaðferðir

Nemendur njóta trausts í skólanum

Nemendum á að líða vel í skólanum

Samvinna - Traust - Virðing

 

Minningarorð – Nadezda Edda Tarasova

Að morgni miðvikudagsins 13 apríl s.l. bárust okkur þau hörmulegu tíðindi að Nadia samstarfskona okkar til margra ára hefði látist um nóttina voveiflega.  Það voru þung spor að upplýsa starfsmenn og foreldra. Allir voru harmi lostnir.

Þegar sorg ber dyrum er gott að geta yljað sér við góðar minningar.

Við getum í einlægni sagt að við eigum bara góðar minningar um Nadiu. Það eru rúm tíu ár síðan hún spurðist fyrir um vinnu í Grundaskóla. Sagðist vera rússnesk og sundkennari að mennt. Við gátum ekki ráðið hana sem sundkennara en hún vildi fyrst og fremst fá einhverja vinnu til að að geta kynnst fólki enda nýflutt til Akraness. Hún bar af sér góðan þokka og við töldum hana geta fallið vel inn í góðan starfsmannahóp. Við buðum henni því að koma sem skólaliði í fyrstu og sjá svo til hvernig henni félli starfið. Í stuttu máli sagt hefur hún verið hjá okkur síðan.

Nadia var eins og áður sagði skólaliði en í því starfi felst fyrst og síðast mikil vinna með börnum en einnig ræstingar. Hvoru tveggja átti vel við hana. Nadia var afar samviskusöm og elskuleg í alla staði, hafði mikla útgeislun sem gladdi og fallegt bros sem bræddi. Það var ekki mikill hávaði í kringum hana og við veltum því stundum fyrir okkur hvort henni leiddist í vinnunni. En hún brosti sínu ljúfa brosi og fullvissaði okkur um að svo væri ekki. Henni þótti gott að vera í vinnunni, þótt vænt um skólann, samstarfsmenn og nemendur.

Fyrir hönd Grundaskóla vottum við fjölskyldu og aðstandendum Nadíu okkar dýpstu samúð

Vinir jafnt sem vandamenn kveðja nú í virðingu og þökk.

 

Hrönn Ríkharðsdóttir

Sigurður Arnar Sigurðsson

2. SRR fór á kaffihús

IMG_2491

Í gær fór 2.SRR á kaffihúsið Skökkina. 2.MRJ og 2.EJ voru þá búin að fara fyrr í vetur. Það var tekið einstaklega vel á móti okkur öllum, viðmót gott og börnin fengu sér kakó og kleinur.

Tilkynning frá skólastjóra

grundaskoli_logo

Ágætu foreldrar.

Vegna útfarar Nadezdu Eddu Tarasovu starfsmanns Grundaskóla á morgun miðvikudag 27.apríl verður skólinn lokaður frá og með kl. 13.30. Þetta hefur í för með sér að allri kennslu lýkur á þessum tíma og bæði skrifstofa skólans og skóladagvistin verða lokaðar.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda ykkur en biðjum ykkur að sýna skilning við afar erfiðar aðstæður.

Með kveðju,
hrönn Ríkharðsdóttir, skólastjóri.

Málfríður Hrönn Ríkharðsdóttir