Velkomin á nýja heimasíðu Grundaskóla

Velkomin á nýja heimasíðu Grundaskóla

Velkomin á nýja heimasíðu Grundaskóla

Velkomin á nýja heimasíðu Grundaskóla

 

Allir með hjálma

IMG_1420

Eins og allir vita er mikið öryggisatriði að reiðhjólamenn á öllum aldri noti nauðsynlegan öryggisbúnað. Starfsfólk Grundaskóla reynir að vera öðrum fyrirmynd og í vikunni áttu starfsmenn þess kost að kaupa sér flotta reiðhjólahjálma á sértökum vildarkjörum. Að sjálfsögðu létu menn ekki slíkt vildartilboð framhjá sér fara og keyptu eigulegan grip og eru fyrir bragðið öruggari í umferðinni.

Á myndinni má sjá Ragnheiði Gunnarsdóttur, skólaliða á miðstigi með nýjan hjálm.

Nemendur færa skóladagvist Grundaskóla gjöf

skóladagvist

Grundaskóli nýtur þess ríkulega og á margan hátt hversu margir eru tilbúnir að leggja skólastarfinu lið. Þessi liðsstyrkur er fólginn í margvíslegu sjálfboðastarfi og beinum styrkjum eða gjöfum svo eitthvað sé nefnt.

Meðfylgjandi er mynd af þremur nemendum skólans sem tóku sig til og smíðuðu fullbúið dúkkuhús með öllu tilheyrandi og færðu skóladagvist Grundaskóla að gjöf. Stúlkurnar Anna Berta, Karen og Tinna hönnuðu húsið undir leiðsögn Kristins smíðakennara. Þetta er frábært framtak en skóladagvistin átti ekkert slíkt hús fyrir og ljóst að yngri nemendur skólans munu njóta þessa verkefnis í framhaldinu.

Grundaskóli þakkar þeim stöllum fyrir þetta frábæra framtak.

Örugg gönguleið á milli skólamannvirkja

IMG_1374

Nú í haust var gengið frá framkvæmdum á gönguleið milli Grundaskóla og íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum þannig að nemendur eiga að geta gengið eftir öruggari og tryggari gönguleið þegar þau fara í eða úr sundi eða leikfimi. Áður þurftu nemendur að labba yfir bílastæði og vegna mikils umferðarþunga skapaðist oft hætta á þeim kafla. Nú hefur Akraneskaupstaður látið leggja göngustíg yfir bílaplanið þannig að umferð gangandi vegfarenda er orðin miklu öruggari en áður var.

Meðfylgjandi eru myndir af vettvangi og er ekki annað hægt en að hrósa bæjaryfirvöldum fyrir þessa framkvæmd.