Velkomin á heimasíðu Grundaskóla

Velkomin á heimasíðu Grundaskóla

Velkomin á heimasíðu Grundaskóla

Velkomin á heimasíðu Grundaskóla

Velkomin á heimasíðu Grundaskóla

 

Undanúrslit í Hátónsbarkakeppninni

IMG_2697 (2)

Hátónsbarkakeppni Grundaskóla var haldin miðvikudagskvöldið 25. nóvember í sal skólans. Þau Brynhildur Björk, Róberta Dís, Rakel og María, Patrekur Orri, Heba og Gylfi, Matthildur, Ísabella, Telma og Lóa sungu af hjartans list og heilluðu áheyrendur upp úr skónum.
Dómnefnd var skipuð þeim Katrínu Valdísi Hjartardóttur, Halli Flosasyni og Björgu Bjarnadóttur, fékk það erfiða hlutverk að velja þrjú atriði sem keppa munu í úrslitakeppninni miðvikudaginn 2. desember ásamt söngvurum úr Brekkubæjarskóla.
Það voru þau Ísabella Cabrita, Patrekur Orri og dúett Rakelar og Maríu sem komust áfram í þetta sinn.
Við óskum öllum þátttakendum hjartanlega til hamingju með kvöldið.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá undanúrslitunum í gær.

Hátónsbarkakeppni Grundaskóla

IMG_3105

Miðvikudagskvöldið 25. nóvember kl. 20 verður Hátónsbarkakeppni Grundaskóla haldin á sal skólans. Um er að ræða undankeppni Hátónsbarkans og munu þrír keppenda komast áfram í úrslitin sem haldin verða í næstu viku ásamt Brekkubæjarskóla. Það verða tíu atriði á dagskrá á miðvikudagskvöldið, en alls koma fram 13 sönvarar úr unglingadeild. Þá mun Símon Orri Jóhannsson, fyrrverandi nemandi okkar og sigurvegari í söngvakeppni Samfés á Vesturlandi s.l. vor syngja lag við undirleik Höllu Margrétar Jónsdóttur.

Allir eru velkomnir á Hátónsbarkakeppnina, aðgangur er ókeypis.

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Grundaskóla

IMG_3262

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember,  samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Þann dag eru árlega veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða í skólum á öllum skólastigum. Í Grundaskóla var dagurinn haldinn hátíðlega og efnt til fjölmargra viðburða í öllum árgöngum. Unglingadeild skólans hélt t.a.m. hátíðlega skemmtun á sal skólans þar sem boðið var upp margvísleg skemmitatriði s.s. upplestur, hópsöng o.fl. Þessi dagur var sérlega vel heppnaður og er öllum þeim er stóðu fyrir sérstökum dagskrárliðum þakkað sitt framlag.