Fjölbreyttar kennsluaðferðir

Nemendur njóta trausts í skólanum

Nemendum á að líða vel í skólanum

Samvinna - Traust - Virðing

 

Vinnustaðaheimsókn hjá 3. SRR

h%c2%a6pmynd

Í dag fór 3.SRR í vinnustaðaheimsókn í Verkalýðsfélag Akraness. Vilhjálmur afi og Íris mamma Róberts tóku vel á móti okkur. Við sáum skrifstofurnar, fundarsalinn og vorum frædd um starfsemina.

Heilsueflingarteymið kynnir „Gullskóinn“ í tengslum við verkefnið „Göngum í skólann“

grundaskoli_logo

 

Dagana 27. – 30. september fer fram keppni milli árganga um Gullskóinn í Grundaskóla.

Verkefnið gengur í stuttu máli út á það að hvetja nemendur til að koma sem flesta daga gangandi, hjólandi eða með strætó í skólann.

Þegar skráningu er lokið þessa 4 daga mun teymið reikna út hlutfallslega miðað við fjölda nemenda í árgangi hver það er sem hlýtur „gullskóinn“.  Afhending Gullskósins fer fram á stóra samsöngnum þann 6. október í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum.

Haustfundur hjá 1. – 6. bekk mánudaginn 26. september

grundaskoli_logo

Haustfundir hjá 1.-6. bekk verða mánudaginn 26. september, þar sem kennarar fara yfir vetrarstarfið.

Við ætlum að byrja haustfundinn klukkan 17:30 á fyrirlestri á sal skólans þar sem Hildur Karen Aðalsteinsdóttir ætlar að kynna Vinaliðaverkefni Grundaskóla.

Þegar kynningu lýkur verða fundir með kennurum í þeirra stofum.